FACUP

Wiley (BBC)
Nú er ljóst hverjir koma hingað til Cardiff að keppa til úrslita í FA bikarnum þann 13. maí. Liverpool og West Ham, svolítið óvænt en ágæt tilbreyting. Ég reikna nú síður með að fara á leikinn enda búinn að selja sálu mína einu sinni með því að ganga í ManU klúbbinn, nema einhver bjóði mér. Gæti verið leiðsögumaður á svæðinu. Þekki slatta af "púlurum" á Íslandi sem langar örugglega að fara. Svo verður sennilega sami dómari og á Carling cup úrslitaleiknum, Alan Wiley. Búið var að útnefna Mike Dean sem dómara en hann býr í úthverfi Liverpool og bæði liðin mótmæltu. En sem sagt, hér verður líf og fjör þann 13. maí n.k.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það stórsá á þér eftir inngönguna í ManU klúbbínn. Það hefðu ekki allir gert! Annars gætir þú gert góðan bissness sem gæd á Þúsaldarleikvanginn. Sagt mönnum til hvers vaskarnir á klósettunum eru notaðir og svona ;)
Endilega prófaðu að blogga frétt sem er nýr fítus í kerfinu. Smellir á Blogga frétt undir stökum fréttum og notar sama ferli og venjulega.

Kiddi (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 16:35

2 identicon

Sæll Bjössi.
Kannski maður ætti að skella sér og styðja sína menn á móti Hömrunum. Ég fór á Higbury um daginn ásamt öðrum félögum í Tipp-hóp Norðan 6 og okkar spússum. Við fengum nefninlega 13 rétta fyrir áramótin sem borgaði ferðir, gistingu og miða á völlinn fyrir okkur. Í hópnum eru auk mín Eggert í Víðidals Tungu, Nonni breiði, Hjölli óspaki, Gulli frá Bakka, einn Gestur frá Dalvík og einn Fáskrúðsfirðingur. Þetta var svakalega skemmtileg ferð nema smá mínús, Liverpool tapaði fyrir heimamönnum eftir að leikmaður ársins gaf pottþetta stungusendingu inn fyrir eigin vörn sem Henry skoraði úr.
En það var gaman að koma á Highbury, þrátt fyrir tapið og þrátt fyrir að við þurftum að sitja meðal Arsenal stuðningsmanna.
Ef þú ferð á leikinn þá ferð þú nú ekki að halda með Hömrunum?
Hafðu það gott. Bið að heilsa frúnni.
Kveðja
Einar Björns

Einar (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 24245

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband