Nú er nóg komið!

cigs

Ég er búinn að fá nóg. Það er fólk út um allan heim að framleiða mat, samsettan úr hinu og þessu. Pakkar honum síðan í fallegar umbúðir og passar að hann sé líka fallegur á litinn. Auglýsir í sjónvarpi, þetta er hollur matur sem gerir þér gott og þú ert ekki nema 5 mín. að elda. Bullshit!

Nánast allur matur sem er mikið unninn og nánast tilbúinn til neyslu í neytendapakkningum inniheldur vond meðul þ.m.t. flestur skyndibitamatur.

Las því miður grein eftir Mike Furci nokkurn og varð illt af: http://www.bullz-eye.com/furci/2006/fats_lipid_hypothesis.htm

Hann ræðst þarna á unnar olíur, sem eru í nánast öllum unnum mat, auk þess að vera tappað beint á flöskur handa okkur. Líkir þeim við eitur. Eru ein af meginorsökum aukinnar tíðni hjartasjúkdóma í mönnum en jafnframt búnar til af mönnum. Skilgreint magn sem óhætt er að hafa í matvælum 0. Mælir heldur með dýrafitu t.d. hreinu smjöri, óunnum mat, kaldhreinsuðum olíum o.s.frv. Lesa alltaf innihaldslýsingar. Hann gefur ameríkönum ekki háa einkunn hvað varðar mataræði, sem kemur ekki á óvart en hver líti sér nær. Þeirra lausn er að auka lyfjaneyslu til að laga einkennin, skv. ráðleggingum sérfræðinga, sem eru nátengdir lyfjaframleiðendum.

Og það eru fleiri á sama máli:

http://www.recoverymedicine.com/hydrogenated_oils.htm 

Meira að segja ein síða sem er sérstaklega tileinkuð banni við notkun unninnar fitu:

http://www.bantransfats.com/ 

Þetta er ágætis lóð á vogarskálarnar, nú heldur maður áfram að skera niður ýmisskonar pakkavörur og rýnir enn betur í smáa letrið á umbúðunum. Ekki að ganga í klaustur eða svoleiðis. Við verðum bara að færa okkur aftur í sveitamatinn, ekki endilega súran og kæstan, en bestur "beint af beljunni" og beint úr garðinum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Bjössi.

Hvað er sveitajúði eins og þú líka að gera að úða í þig pakkamat?
Hvað ertu að stressa þig?
Ef þú kaupir þér kaldpressaðar olíur ertu á grænni grein.
Þetta fæst í hvaða búð sem er á Wales.
Eða eins og þú segir er bara að éta smjör eða hnakkaspik af hrúti.
Iðnaðurinn í dag vill helst búa til allt úr sykri, hveiti og ódýrri fitu. Úr þessu má búa til kex, brauð, kökur, morgunkorn, snakk, nammi og fleira. Það er hægt að lifa á þessu allan sólarhringinn.
Þú þart ekki annað en að horfa á bretana í kringum þig til að sjá hvernig maður verður af því að borða ristað franskbrauð með bökuðum baunum eða marmite.
Það er kannski það sem hræðir þig?

Hveiti sem liggur á vörulagerum lengi þránar líka.
Hafragjón eru með um 6% fitu.

Ekki lesa meira um þetta. En farðu að kaupa meira af mat sem er eins og heima hjá mömmu. Nánast á fæti þegar þú færð það. Enginn vafi að það er hollusta.
Ég bý í Singapore um þessar mundir.
Það er ótrúlegt hvað má selja mönnum hér mikið rugl.
Aftan á strætóum eru auglýst Essense of chicken.
Svo er mynd af strák sem er nefndur á nafn og titlaður úrvalsnemandi í 12 ára bekk einhversstaðar.
I am much more alert, and can stay awake much longer now.
Essens af hænurassi hvað? Hvílíkt kjaftæði.
Þetta er snallasta sem ég hef heyrt til að græða peninga.
Þeir taka hálsgumsið og annan afskurð og sjóða í torkennilegan dökkan grút sem er svo seldur sem meðal!

Svo éta menn kex sem er kallað rækjusnakk, en er 99% ofannefnt og 1% rækjur og drekka
Milo kakó frá Nestle með sem er með fullt af góðgæti í. Algert heilsufæði.
Milo is a nutricious supplement for use when energy and nutrient intakes may not need individual needs.
Já það má nú segja. 70% sykur og 10% fita.
Svo algerri snilld bætt í eins og járni og c vítamíni.

Þetta er snjallræði. Selja mönnum algert rusl en láta þeim líða vel með því að sannfæra þá um hið gagnstæða.

Bestu kveðjur
Sveinn, vinur Kidda og co.

Sveinn (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 16:18

2 Smámynd: Björn Barkarson

Haha, gott að fá komment hinum megin af hnettinum

Hef minnstar áhyggjur af sjálfum mér. Alvarlegast að þetta er eitt allsherjar samsæri, sem allir taka þátt í.

Varðandi chicken essence, þá er þetta örugglega bara hollur innmatur, svolítið eins og slátur. Innmatur er hollur og er ég talandi dæmi um það, geislandi af heilbrigði eftir át á slátri, hjörtum og lifur.

Magnaðir þessir bretar, hvað þeir éta af beikoni, bökuðum baunum, hvítu brauði og sósu.

Kveðja

Björn Barkarson, 26.4.2006 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband