26.4.2006 | 14:54
Titrandi hendur
Viðurkenni fúslega að leikurinn í gærkvöldi var mér afskaplega erfiður sem Gunners manni. Segi ekki beint að þeir hafi verið lélegir en þeir voru ekki mikið réttu megin miðlínu og ólíkir því liði sem hefur spilað síðustu leiki í Meistaradeildinni. Kipptist nokkrum sinnum við og mest þegar Lehmann tók á honum stóra sínum.
Nú sé ég fram á að þurfa að fá mér hjól, hlaupin hafa vakið upp gömul meiðsl í hnénu og þetta virkar ekki lengur. Hjól með keðjunni vinstra megin, eða.....
Annars er hér blíða upp á hvern dag, 15-17 stig og sól. Íslendingar eru allt í einu hér á hverju strái, ekki að spyrja að nýlendustefnunni. En það er gaman að hitta landa sína í útlöndum.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.