5.12.2006 | 10:43
Er allt í lagi með þig?
Ég held ég hafi ekki skrifað um það áður hérna á blogginu en þetta er ein algengasta kveðjan sem maður fær hér í Wales, "er allt í lagi með þig" (Are you allright)? Þetta var svolítið skrítið fyrst, eins og maður liti ekki vel út eða virtist vera eitthvað óhress. Best að líta í spegil. En svo endurtók þetta sig, aftur og aftur og nú hef ég vanið mig á að segja þetta sjálfur, jafnvel þótt fólk sé hraustlegt og vel til haft. Þetta er ágætis tilbreyting á kveðjunni "hvernig hefurðu það" (how are you)? sem er gölluð kveðja að því leyti að sá sem spyr vill yfirleitt ekki fá svar við spurningunni, a.m.k. ekki ítarlegt. Hin kveðjan er betri að því leyti að henni er hægt að svara með jái eða neii. Frekari útskýringar eru óþarfar.
Svo er mikið notað "hæja" (hiya) sem óformleg kveðja, ekki síst hjá yngra fólki, svipað og "hæ". Í staðinn fyrir bless heyrist svo "cheers" eða "tata". Bæ, bæ er lítið notað.
Svona er nú heimurinn fjölbreyttur og skemmtilegur.
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.