Er eitthvað að tilfinningum?

Þetta viðhorf hefur einkennt Framsóknarflokkinn, það á ekki að láta stjórnast af tilfinningum. Hm, hvað eru þessar tilfinningar? Mér finnst eitthvað, óháð vísindum eða hagrænu gildi, er það þá rangt? Ég er t.d. viss um að hæstvirtur utanríkisráðherra hefur mjög djúpar tilfinningar gagnvart sínum heimahögum, sem öðrum finnst kannski lítið til koma. Henni þykir e.t.v. fallegt að sjá kindur á afrétti, þar sem öðrum finnst að það eigi alls ekki að vera kindur, og sem er e.t.v. alls ekki vísindaleg eða hagræn rök fyrir. 

Sömu rökin voru notuð af framsóknarráðherrum í umræðu um Kárahnjúkavirkjun, of mikil tilfinningasemi, menn láta stjórnast af tilfinningum. Hvenær láta menn ekki stjórnast af tilfinningum? Ég hef oft kallað stefnu framsóknarflokksins, "miðstýrða skynsemi". Því skynsemi er jú aðallega háð því hver metur hvað telst skynsamlegt. Eins og t.d. skynsamleg nýting auðlinda og náttúru. Það sem Framsóknarmenn telja telja skynsamlegt er þá rétt val. Annað er ekki skynsamlegt.

Burtséð frá þessu nöldri í mér þá er ekki nefnt neitt um hagræn rök í þessari frétt en það er kannski í fréttinni á Reuters. 


mbl.is Of mikil tilfinningasemi ríkir gagnvart hvalveiðum segir utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 24249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband