Hvaða upplýsingar fá viðskiptavinir?

Þetta er að mínu mati afar áhugavert mál fyrir Íslendinga að takast á við. Við markaðssetjum vörur erlendis, á forsendum hreinleika og heilnæms umhverfis. Engin aukaefni. Og hvað stendur á bakvið þá markaðssetningu? Sennilega stendur það nokkuð styrkum fótum sé það borið saman við framleiðsluhætti víða annarsstaðar í heiminum. Samkeppnin er hins vegar alltaf að aukast, framboð á upprunavottuðum vörum eykst og kröfur viðskiptavina um upplýsingar sömuleiðis. Við tökum öll ákvarðanir um hvað við eigum að kaupa byggðar á upplýsingum og tilfinningum. Það þarf ekki mikið til að maður líti frekar til hægri en vinstri þegar tekin er vara úr búðarhillu. Örlítil vond umfjöllun um aðbúnað starfsfólks, eitt mengunarslys t.d. ecoli sýking, nú eða bara liturinn á umbúðunum, þetta hefur allt áhrif. Nú og auðvitað verðið.

Whole Foods hafa verið leiðandi í markaðssetningu á "umhverfis-, dýra- og mannvænum" vörum í Bandaríkjunum. Auðvitað snobb að nokkru leyti en það hefur virkað hjá þeim. Þessi umræða er hins vegar alltaf að vinda uppá sig. Viðskiptavinir vilja vita meira um upprunann, vistfræðina, meðferðina, aukaefni o.s.frv. Þetta eru því miklar kröfur á íslenska framleiðendur að hafa sitt á hreinu og þá sem markaðssetja vöruna. Það er lagt í mikinn kostnað við markaðssetningu í Bandaríkjunum á mjög litlu magni, og sem verður alltaf mjög lítið magn, í einni verslunarkeðju, sem síðan getur þurrkað út alla markaðssetninguna með einu bréfi, á einum degi. Á ríkið t.d. að styrkja slíka markaðssetningu, eins og það hefur gert? Er almenningur á Íslandi tilbúinn að setja skattpeningana sína í markaðssetningu á kjöti og skyri í Bandaríkjunum? 

Lambakjöt er t.d. selt undir merkinu "Natural", sem hefur ákveðna þýðingu innan Whole Food. Það hefur enga þýðingu innan Bandaríkjanna að öðru leyti og þar er enginn óháður aðili sem fylgist með því hvað stendur að baki. Mér er t.d. ekki kunnugt um að nein slík vottun sé í gangi á Íslandi, heldur er því slegið föstu að íslenskir framleiðendur standist kröfurnar að baki "Natural". Þekki þetta ekki með skyrið en það væri fróðlegt að vita hvort það er einnig markaðssett sem "Natural". Það er ekkert vottunarkerfi í íslenskri mjólkurframleiðslu.

Ég ætla ekki að vera neikvæður, bara benda á að markaðssetning, á svona kröfuhörðum markaði eins og innan Whole Foods, þarf að standa styrkum fótum til að minnka líkurnar á því að mikil vinna og kostnaður við markaðssetningu sé ekki þurrkað út með einu bréfi.


mbl.is Whole Foods Market: Viðskiptavinir taki ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 24248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband