29.4.2006 | 14:26
Draugabæir og keppir
Skemmtilegur þáttur á BBC í gærkvöldi sem fjallaði um bæi hér og þar á Bretlandi sem eru að breytast í draugabæi. Fjáðir einstaklingar kaupa upp hús í bæjum sem þykja sætir og vistlegir á sumrin og nýta sem sumarhús. Það kveður svo rammt að þessu að þar sem meðallaun eru hvað lægst í Englandi er fasteignaverð hvað hæst. Afleiðing, íbúarnir hafa ekki efni á hefðbundnu húsnæði en lenda í félagslegu kerfi, sem er ekki upp á marga fiska. Hvað svo? Jú, nú fækkar íbúum og bæirnir sem voru svo sætir með skemmtilegu mannlífi eru orðnir draugabæir, þar sem er ekkert mannlíf nema kannski yfir hásumarið. Þá væntanlega lækkar fasteignaverð aftur. Hvað á að gera? Sennilega ekki neitt, nema að skattleggja þetta húsnæði að fullu til að bæta félagslega kerfið. En óvíst að það dugi til, við þekkjum öll skilvirkni hins opinbera, hraði snigilsins.
Hvað í ósköpunum er það sem fær ungar konur til að sýna á sér magakeppi með því að vera í stuttum bolum og buxum þröngum í mittið? Lengi vel hélt ég að þetta væri einhver misskilningur af minni hálfu en svo er ekki, þetta er svo algengt að um misskilning er ekki að ræða heldur eitthvert tískuslys. Meira að segja ungar stúlkur, tiltölulega nettar ná að mynda keppi með þessum klæðaburði. Í guðanna bænum hættið!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.