5.12.2006 | 10:43
Er allt í lagi með þig?
Ég held ég hafi ekki skrifað um það áður hérna á blogginu en þetta er ein algengasta kveðjan sem maður fær hér í Wales, "er allt í lagi með þig" (Are you allright)? Þetta var svolítið skrítið fyrst, eins og maður liti ekki vel út eða virtist vera eitthvað óhress. Best að líta í spegil. En svo endurtók þetta sig, aftur og aftur og nú hef ég vanið mig á að segja þetta sjálfur, jafnvel þótt fólk sé hraustlegt og vel til haft. Þetta er ágætis tilbreyting á kveðjunni "hvernig hefurðu það" (how are you)? sem er gölluð kveðja að því leyti að sá sem spyr vill yfirleitt ekki fá svar við spurningunni, a.m.k. ekki ítarlegt. Hin kveðjan er betri að því leyti að henni er hægt að svara með jái eða neii. Frekari útskýringar eru óþarfar.
Svo er mikið notað "hæja" (hiya) sem óformleg kveðja, ekki síst hjá yngra fólki, svipað og "hæ". Í staðinn fyrir bless heyrist svo "cheers" eða "tata". Bæ, bæ er lítið notað.
Svona er nú heimurinn fjölbreyttur og skemmtilegur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2006 | 19:47
Ótrúlega ferskir bítlar
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2006 | 13:51
Þvílík uppgötvun
Telur að skilja verði að umferð úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2006 | 08:05
Grasekkill!
Nú er konan farin, tók bara leigubíl kl. hálfsjö í morgun og bless. Ekki svo að skilja að hún sé alfarin, nei bara að skreppa heim í brúðkaup, kemur aftur á sunnudagskvöld. Tók með sér slatta af farangri sem annars hefði orðið yfirvigt við alvöru heimför þann 22. des.
Við stelpurnar verðum því ein heima yfir helgina og finnum okkur eitthvað til dundurs. Svona hæfileg fjarvera maka styrkir bara sambandið. Gott að þurfa að vera einn því þá finnur maður að maður er ekki nema hálfur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2006 | 14:54
Hallelúja!
Húsfyllir á fundi um landbúnaðarmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2006 | 10:26
Gott hjá Eggerti!
Eggert Magnússon fluttur til London segir á vef BBC, til að sinna sínu starfi sem stjórnarformaður "hands on" eins og hann segir. Hann vill sýna klúbbnum og stuðningsmönnum þá virðingu að vera á staðnum. Annað en eigendur Aston Villa og Man U, sem ekki mæta á leiki liðanna, halda stjórnarfundi í gegnum fjarfundabúnað eða ráða sérfræðinga til að reka klúbbana.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2006 | 09:45
Vel rekin stofnun
Óska eftir viðræðum við fjárlaganefnd vegna SHA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2006 | 14:41
Skítugasta og hreinasta tylftin - "The Dirty Dozen"
Hér kemur pistillinn sem allir ávaxta- og grænmetisneytendur þurfa að lesa.
Í rannsókn á vegum Environmental Working Group í Bandaríkjunum voru skoðuð eiturefni, skordýraeitur, sveppaeitur og illgresiseitur, í 43.000 sýnum af mismunandi tegundum af grænmeti og ávöxtum. Tegundunum var síðan raðað eftir því hversu mengaðar þær reyndust.
Hér er listinn yfir tólf verstu tegundirnar, byrjað á verstu:
- ferskjur
- epli
- paprika
- sellerý
- nektarínur
- jarðarber
- kirsuber
- perur
- vínber
- spínat
- salat
- kartöflur
Svo er listinn yfir þær tólf hreinustu, byrjað á hreinustu:
- laukur
- lárpera (avocado)
- maís (frosinn)
- ananas
- mangó
- aspas
- grænar baunir (frosnar)
- kíví
- bananar
- hvítkál
- spergilkál
- papaya
Með því að velja matvæli af neðri listanum má minnka snertingu við eiturefni um allt að 90%. Ef hins vegar er valið af efri listanum þá má reikna með að maður komist í snertingu við 15 eiturefni á dag.
Þetta er líka vísbending um hvaða tegundir maður ætti að reyna að kaupa lífrænt vottaðar því það er jú ansi dýrt að kaupa allt grænmeti og ávexti lífrænt vottað. Auk þess er mikið af lífrænu vörunni flutt langt að og hefur því lagt að baki margar matarmílur (food miles) og hefur misst mikið af sínu næringargildi vegna aldurs.
Af hverju að hafa áhyggjur af eiturefnunum? T.d. af því að 60% illgresiseyða, 90% sveppaeiturs og 30% skordýraeiturs er krabbameinsvaldandi. Þau geta haft slæm áhrif á heilsu, taugaeitursáhrif, trufla kirtlastarfsemi og veikja ónæmiskerfið. Svo hafa þau jafnvel slæm áhrif á frjósemi karla og geta hugsanlega valdið fósturláti í konum. En þetta er nú óþarfa smámunasemi.
28.11.2006 | 11:32
Orku/olíufyrirtækin að skipta um lið?
Fréttir utan úr heimi herma að stóru orkufyrirtækin eins og Shell og Exxon séu að kyngja loftslagspakkanum, hætti að styrkja efasemdarhópana og beini fjármagni þess í stað að rannsóknum á mótvægisaðgerðum. "Það þýðir ekki að deila við 98% vísindamanna." segir talsmaður Shell í grein í Washington Post. Þessi skyndilega umpólun hjá fyrirtækjunum á einkum rætur að rekja til tvenns. Þau fyrirtæki sem starfa í Bandaríkjunum kalla eftir samræmdri alríkislöggjöf en löggjöf í dag er orðin mjög mismunandi eftir ríkjum innan BNA, "það er ekki hægt að vinna eftir 50 mismunandi stefnum". Og, úrslit þingkosninganna í Bandaríkjunum gera það mikilvægara fyrir þessi fyrirtæki að kaupa sér grænni ímynd hjá hinum nýja meirihluta demókrata, sem þykjast ætla að beita sér í loftslagsmálunum ólíkt repúblikönum. Það vill ekkert fyrirtæki reka lestina í því að koma fyrir þingnefnd og biðja um sinn hluta af nýbakaðri köku, hver sem uppskriftin verður að henni.
Það eru fleiri að hugsa sér til hreyfings en orkufyrirtækin. Fiðrildi sem annars hafa haldið sig í Suður Evrópu hópast til Finnlands og rekstraraðilar skíðasvæða sækja um land ofar í fjöllunum. Ísbirnir við Hudsonflóa horast og þeim fækkar. Orkufyrirtæki sem reka vatnsorkuvirkjanir sjá fram á ný vandamál, sjór bráðnar fyrr, það rignir meira á veturna, minna rennsli er í ám yfir sumarið og skortur á rafmagni í þurrum heitum sumrum. Líka í Washington Post.
Almennt hafa margar plöntu- og dýrategundir auk samfélaga manna hafa orðið fyrir talsverðum áhrifum af breyttu loftslagi, sem þýðir að úrlausnarkostnaðurinn, sem Nicholas Stern og fleiri reiknuðu út, er byrjaður að safnast upp.
Nú er fyrir dómi í Bandaríkjunum mál nokkurra ríkja gegn EPA (Umhverfisstofnun BNA) þar sem þau vilja skilgreina koldíoxíð sem mengunarefni. Þannig fellur það undir s.k. Clean Air Act (Andrúmsloftslögin) og verður alríkismálefni. Það þýðir að setja þarf alríkislög um efnið. Hefði þótt fáránlegt fyrir nokkrum árum þar sem koldíoxíð er vægast sagt algengt í miklu magni og nauðsynlegt lífi á jörðinni.
25.11.2006 | 16:37
Að klæða af sér veðrið
Það er varla í frásögur færandi að ég og stelpurnar fórum sem oftar á leikvöllinn til að fá frískt loft og bæta matarlystina. Veðrið kalsi og gekk á með rigningarhryðjum, blandað hagléli. Reytingur af fólki á ferli og fá börn. Stelpurnar voru í sínum regngöllum og stígvélum eins og venja er til á Selfossi þegar fólki er att út í slagveður. Slíkur búnaður tíðkast ekki hér í Wales. Regnhlíf er látin duga og fólk virðist líta á það sem sjálfsagðan hlut að gegnblotna þegar rignir á ská. Enda þegar gerði næstu hryðju þá hurfu allir af vettvangi á spretti. Það er þó ekki eins og rigning sé hér óvanaleg frekar en annarsstaðar í Bretlandi. Hér mun vera rigningarvottur u.þ.b. annan hvern dag að meðaltali.
Mér dettur því í hug hvort nokkrar markaðsrannsóknir hafi verið gerðar á því hvort bretar séu fúsir til að kaupa regnfatnað líkan þeim sem framleiddur er á Íslandi af t.d. 66°N. Það væri fróðlegt að vita. Bretar eru jú íhaldssamari en flest annað fólk. En hér eru allar aðrar aðstæður fyrir hendi, mikil rigning, fullt af fólki o.s.frv.
En það spáir sumsé áfram vætu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar