og aftur byrjaður að vinna!

Hver hefði trúað  þessu? Ég er aftur byrjaður að vinna, yngri dóttir mín alveg steinhissa í morgun þegar ég var bara farinn í vinnuna. Vinnur pabbi? 

Hér hefur lítið breyst, sama skrifstofan, sami stóllinn, sama skrifborðið, í stórum dráttum sama fólkið. En smá spenna að takast aftur á við líf utan veggja heimilisins. Undarlega orðað en nokkuð rétt. Aftur kominn með gemsa og prívatlífið því að mestu undirlagt en ég er samt nokkuð duglegur við að slökkva á þessu kvikindi.

 


Komin!

Nákvæmlega ári síðar erum við komin heim á klakann. Mála íbúðina og flytja svo inn.

Alveg að koma!

Ég hef ekki haft orku til að blogga eftir lambalærið í gær, fyrr en núna. Svakalega gott, úr Miðfirðinum, með eggaldin og rauðlauk í tómatsósu.

Nú er bara verið að greiða niður ferðina heim með því að versla ofsalega hagstætt hérna úti, jafnvel þótt gengið sé sjitt. Býst við að við náum að fljúga ókeypis heim fyrst það er svona mikil verðbólga heima. 

Ég komst að því um helgina að ég hef lést um a.m.k. fimm kíló hérna úti á árinu, og var þó mjór fyrir. Þetta gerist þegar maður hættir að éta tvær heitar máltíðir á dag og byrjar að hreyfa á sér rassgatið. Það mun því kosta nokkra endurhæfingu að koma heim, vafalítið munu fylgja því meltingartruflanir, ekki síst um jólin þegar ólifnaðurinn er í hámarki. En aðlögunarhæfni okkar manna eru lítil takmörk sett og ég því fullur tilhlökkunar að úða í mig hangikjöti, uppstúf, grænum baunum og spældum eggjum a la móðurættin mín. 


Lestarslys á Íslandi?

Það er náttúrulega alltaf leiðinlegt þegar verða slys og þakkar vert þegar ekki verða slys á fólki. En mér þykir pínulítið fyndið að það eru tvær lestir sem ganga á Íslandi og þeim tókst að rekast saman. Lofar ekki góðu fyrir hinar hraðfleygu hraðlestahugmyndir Keflavík-Reykjavík.
mbl.is Lestir rákust saman í aðgöngum Kárahnjúkavirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búinn í skólanum

Ég var að leggja lokahönd á verkefnið mitt í verkefnisstjórnun. Ekki mjög flókið en vonandi situr þetta eitthvað eftir í hausnum á mér. Margt sem ég hef lært þarna gæti nú komið sér vel í vinnunni ef það væri sett í praksís. Sjáum til.

Nú er bara verið að plana heimferð, skv. háþróuðum verkefnisstjórnunarferlum að sjálfsögðu. Við vorum að setja saman matseðilinn fyrir það sem eftir er í skápunum. Hakk og spagettí, ofnsteiktir kjúklingabitar, Burritos, lambalæri, núðlur með kjúkling og grænmeti, pizza og eitthvað eitt enn sem ég man ekki. Þá verður frystirinn tómur. Svo er bara að ryksuga öll helv. teppin, þurrka af og þrífa klósettið, þá er orðið hreint. Pakka öllu oní nokkrar töskur, megum taka með 92 kg + handfarangur. Það ætti að duga. Henda svo öllu inní bílaleigubíl og keyra á hótel við Gatwick, vakna svo eldsnemma, búinn að tékka sig inn og vera kominn í Keflavík um hádegi. Svona er nú verkefnisstjórnun.


Orsök eða afleiðing?

Þetta er athyglisverð frétt þar sem umræða um innflytjendamál hér í Bretlandi ber þess helst einkenni að þar þurfi frekari takmarkanir. Hvað myndu Bretar sjálfir segja við því ef för þeirra yrði takmörkuð frekar eða innflutningur þeirra til annarra ríkja? Það vill til að það eru mörg ríki í hinu s.k. Samveldi. Hér er amast við Pólverjum, Rúmenum, Búlgörum, öllum sem geta talist stereotýpur múslima o.s.frv. Það er ekki sama Jón og séra Jón, eða Albert og Abdullah. 
mbl.is 5,5 milljónir Breta búa erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður kalkúnn mar!

Loksins eldaði ég kalkún. Var alltaf hræddur við að prófa kvikindið, búinn að heyra svoddan skelfingarsögur af þurrum og brunnum kalkúnum. En eldaði hann sumsé a la Jamie Oliver, fyllingin fór ofan á bringuna, undir skinnið, ein appelsína inn í rassinn og svo makað ólífuolíu og salti utan á skrokkinn. Álpappír kom í veg fyrir alvarlegan bruna og útkoman snilld, með sætum kartöflum og sósu. Hér eftir verður þetta ganga í garðinum. 

Hvaða upplýsingar fá viðskiptavinir?

Þetta er að mínu mati afar áhugavert mál fyrir Íslendinga að takast á við. Við markaðssetjum vörur erlendis, á forsendum hreinleika og heilnæms umhverfis. Engin aukaefni. Og hvað stendur á bakvið þá markaðssetningu? Sennilega stendur það nokkuð styrkum fótum sé það borið saman við framleiðsluhætti víða annarsstaðar í heiminum. Samkeppnin er hins vegar alltaf að aukast, framboð á upprunavottuðum vörum eykst og kröfur viðskiptavina um upplýsingar sömuleiðis. Við tökum öll ákvarðanir um hvað við eigum að kaupa byggðar á upplýsingum og tilfinningum. Það þarf ekki mikið til að maður líti frekar til hægri en vinstri þegar tekin er vara úr búðarhillu. Örlítil vond umfjöllun um aðbúnað starfsfólks, eitt mengunarslys t.d. ecoli sýking, nú eða bara liturinn á umbúðunum, þetta hefur allt áhrif. Nú og auðvitað verðið.

Whole Foods hafa verið leiðandi í markaðssetningu á "umhverfis-, dýra- og mannvænum" vörum í Bandaríkjunum. Auðvitað snobb að nokkru leyti en það hefur virkað hjá þeim. Þessi umræða er hins vegar alltaf að vinda uppá sig. Viðskiptavinir vilja vita meira um upprunann, vistfræðina, meðferðina, aukaefni o.s.frv. Þetta eru því miklar kröfur á íslenska framleiðendur að hafa sitt á hreinu og þá sem markaðssetja vöruna. Það er lagt í mikinn kostnað við markaðssetningu í Bandaríkjunum á mjög litlu magni, og sem verður alltaf mjög lítið magn, í einni verslunarkeðju, sem síðan getur þurrkað út alla markaðssetninguna með einu bréfi, á einum degi. Á ríkið t.d. að styrkja slíka markaðssetningu, eins og það hefur gert? Er almenningur á Íslandi tilbúinn að setja skattpeningana sína í markaðssetningu á kjöti og skyri í Bandaríkjunum? 

Lambakjöt er t.d. selt undir merkinu "Natural", sem hefur ákveðna þýðingu innan Whole Food. Það hefur enga þýðingu innan Bandaríkjanna að öðru leyti og þar er enginn óháður aðili sem fylgist með því hvað stendur að baki. Mér er t.d. ekki kunnugt um að nein slík vottun sé í gangi á Íslandi, heldur er því slegið föstu að íslenskir framleiðendur standist kröfurnar að baki "Natural". Þekki þetta ekki með skyrið en það væri fróðlegt að vita hvort það er einnig markaðssett sem "Natural". Það er ekkert vottunarkerfi í íslenskri mjólkurframleiðslu.

Ég ætla ekki að vera neikvæður, bara benda á að markaðssetning, á svona kröfuhörðum markaði eins og innan Whole Foods, þarf að standa styrkum fótum til að minnka líkurnar á því að mikil vinna og kostnaður við markaðssetningu sé ekki þurrkað út með einu bréfi.


mbl.is Whole Foods Market: Viðskiptavinir taki ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær vikur

Nú eru tvær vikur í brottför, tvær örstuttar vikur. Þá þarf að setja upp skipulegan matseðil þannig að allt klárist úr skápunum. Það virðist vera nokkuð gott jafnvægi í birgðunum núna, helst að mikið sé til af niðursoðnum tómötum og núðlum. Ekki vandamál að koma því í lóg. Þetta ætti því að geta verið nokkuð eðlilegur matseðill. Ekki hakk í sjö daga og kjúklingabringur í sjö eða kartöflur í morgunmat, hádegismat og kvöldmat.

Við seldum garðhús stelpnanna í gær svo sá pakki er að baki. Ótrúlega vel heppnuð sala, nokkrar ókeypis auglýsingar, eitt símtal og selt! Engar aðrar fyrirspurnir. 

Það er kominn fiðringur í mann að koma heim, byrja aftur að keyra bíl, byrja aftur að reka bíl, sofa aftur í rúminu sínu, borða aftur af diskunum sínum. Það er gallinn við að vera svona stutt í útlöndum og leigja með húsgögnum að maður á varla heima, maður er alltaf með eitthvað í láni. Það er ekki lagt í fjárfestingar eða innkaup á húsmunum. En sumsé, það verður gott að koma heim í verðbólgu, myrkur og kulda, smáborgaralega umræðu um allt og ekkert, yfirborðslega fréttamennsku, litla innlenda dagskrárgerð, dýran mat, vín og bjór og síðast en ekki síst, að heyra íslenska ilhýra tungu á nýjan leik. 


Er eitthvað að tilfinningum?

Þetta viðhorf hefur einkennt Framsóknarflokkinn, það á ekki að láta stjórnast af tilfinningum. Hm, hvað eru þessar tilfinningar? Mér finnst eitthvað, óháð vísindum eða hagrænu gildi, er það þá rangt? Ég er t.d. viss um að hæstvirtur utanríkisráðherra hefur mjög djúpar tilfinningar gagnvart sínum heimahögum, sem öðrum finnst kannski lítið til koma. Henni þykir e.t.v. fallegt að sjá kindur á afrétti, þar sem öðrum finnst að það eigi alls ekki að vera kindur, og sem er e.t.v. alls ekki vísindaleg eða hagræn rök fyrir. 

Sömu rökin voru notuð af framsóknarráðherrum í umræðu um Kárahnjúkavirkjun, of mikil tilfinningasemi, menn láta stjórnast af tilfinningum. Hvenær láta menn ekki stjórnast af tilfinningum? Ég hef oft kallað stefnu framsóknarflokksins, "miðstýrða skynsemi". Því skynsemi er jú aðallega háð því hver metur hvað telst skynsamlegt. Eins og t.d. skynsamleg nýting auðlinda og náttúru. Það sem Framsóknarmenn telja telja skynsamlegt er þá rétt val. Annað er ekki skynsamlegt.

Burtséð frá þessu nöldri í mér þá er ekki nefnt neitt um hagræn rök í þessari frétt en það er kannski í fréttinni á Reuters. 


mbl.is Of mikil tilfinningasemi ríkir gagnvart hvalveiðum segir utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband