Færsluflokkur: Dægurmál
29.7.2008 | 11:31
Sumarfríið búið, í bili
Kominn aftur til vinnu eftir ágætt sumarfrí sem að mestu var tekið út í sveitinni, eins og það er oftast kallað á mínu heimili. Tekið á því, girðingarvinna, mála þak, smá heyskapur, smíða pall o.fl. Dálítil veiði en fulllítil til að láta staðar numið. Stefni því á að veiða eitthvað einhversstaðar um Verslunarmannahelgina. Ég fann fyrir því að vera alveg tilbúinn að fara aftur að vinna, sem er jákvætt.
Svo tókum við upp á því að panta ferð til Portúgal í september. Þangað hef ég aldrei komið. Þetta verður svona fjölskylduferð og framlenging á sumrinu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2008 | 21:28
Sumarfrí
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 21:06
Erfið samningsstaða
Engin niðurstaða á fundi hjúkrunarfræðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 21:37
Brúðkaupsafmæli
Við hjónin eigum átta ára brúðkaupsafmæli í dag. Ég var með þetta allt á hreinu, mundi eftir þessu af miklu öryggi. Við borðuðum í Turninum á 19. hæð. Það var ágætist útsýni, reyndar bara svipað og heima hjá okkur. Gluggarnir dálítið skítugir. Þjónustan var að mestu ágæt og maturinn góður. Ég hef dálítið velt því fyrir mér af hverju maður getur farið á hádegisverðarhlaðborð og borgað innan við 3000 kall fyrir og svo fer maður út að borða að kvöldi, fær slappa þjónustu, og lala mat og þarf að borga minnst 5000 kall fyrir.
En allavega ef einhver vill fara á hádegishlaðborð með útsýni þá er 19. hæðin ágætur kostur.
Og til hamingju við.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2008 | 21:35
Cillit Bang á dönsku
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2008 | 12:11
Gríman sjónvarpsefni?
Grímuhátíðin áfallalaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2008 | 08:55
Margþætt áhrif
Þessi breyting á olíuverði gæti haft varanleg áhrif á verðmætamat í okkar neyslusamfélagi. Það að þeysa á milli staða með litlum tilkostnaði, verður ekki eins sjálfsagt. Stórir og þungir bílar verða ekki eins vinsælir. Dregið gæti úr ferðum um hálendið. Forgangsröðun ferða verður önnur. Kannski minnka skreppin.
Ég hef sjálfsagt svipaðar áhyggjur af þessari hækkun og aðrir og geri mér grein fyrir að þetta er afar erfitt í atvinnurekstri, fyrir verktaka, bændur og aðra atvinnurekendur. En almennt talað er ég þeirrar skoðunar að það sé tímabært fyrir okkur að hugsa málin upp á nýtt. Í raun má búast við að hækkanir á olíuverði geti verið góðar fyrir fjölskyldulíf. Fólk er minna á ferðinni, e.t.v. meira saman. Einnig gæti þetta verið gott fyrir lýðheilsu. NOta hjólið í stað bílsins, labba, hlaupa o.s.frv. En áhrif á hagvöxt verða sjálfsagt heldur neikvæð. En hvað segir hann okkur svo sem.
Dregur úr bílaumferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 13:19
Vorboðar í Miðfirðinum
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 08:55
Stuðningur við hjúkkur
Mér og öllum landsmönnum er málið skylt og fyrir mína parta lýsi ég yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinga. Ég vona líka að þessi samstaða þeirra haldi áfram inn í kjarasamningaviðræður á næstunni. Það er hins vegar til umhugsunar hvurslags samskiptahættir eru í gangi milli sjórnenda og starfsmanna. Eitthvað bogið við það. Hef ekki mörg orð um aðkomu ráðherra að málinu en mér virðist hann ekki hafa valdið vel sínu hlutverki og reyndar ótrúlegur læðipokagangur í allri stefnumótun á hans vegum. Enginn virðist vita hvert stefnir.
En í tilefni dagsins, styð ykkur hjúkkur!
Allra vilji að leysa málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 14:00
LP með rispum
Sony kynnir plötuspilara sem má tengja beint við tölvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar