Færsluflokkur: Lífstíll
18.2.2007 | 13:45
Íslendingar að baki McDonalds
Nú hefur McDonald's loksins tekist að finna hina réttu blöndu af djúpsteikingarolíu fyrir kartöflurnar, rétt bragð og trans-fats laus. Þetta hefur tekið sinn tíma og þegar þessi heimsþekkti framleiðandi óhollustu sér sinn kost vænstan til að taka sig á þá hlýtur að vera rík ástæða til. M.a. að New York borg hefur ákveðið að banna trans-fitur frá og með júlí á þessu ári. Wendy's hafa þegar náð því markmiði að útiloka trans-fitur og KFC eru á góðri leið með það. Ekki svo að skilja að þá verði um einhverja hollustuvöru að ræða, eingöngu tekið á einu afar miður heilsusamlegu atriði.
En það sem vekur athygli mína er hversu aftarlega Íslendingar sitja í þessari umræðu. KFC með afar hátt hlutfall trans-fitu hér á landi og með ólíkindum að ekki sé gert að skilyrði að, í fyrsta lagi að merkja innihald af trans-fitu og í öðru lagi, að banna trans-fitu í matvælum eins og Danir. Halló, til hvers er þessi Lýðheilsustöð og hvar er heilbrigðisráðuneytið?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 21:33
Vitrun
Ég varð fyrir vitrun um helgina. Hægrisveiflan á umhverfishreyfingunni er gott innlegg í umræðuna og nú er svo komið að ég vona innilega að Hafnfirðingar hafni stækkun álvers í Straumsvík. Veit ekki nákvæmlega á hvaða tímapunkti vitrunin kom en öll sú umræða um orku sem fer fram í heiminum í dag hlýtur að vekja mann til umhugsunar um það í hvað hún er notuð. Orka er verðmæt, líka óbeisluð. Ég hef semsé góða tilfinningu fyrir álversstoppi, enda austfirðingar, sem beðið höfðu í 30 ár eftir að fá eitthvað upp í hendurnar, hafa nú fengið sitt. Enginn hefur beðið nálægt því svo lengi.
Blenderinn minn gaf sig í dag. En við eigum enn töfrasprota og matvinnsluvél. Það hlýtur að duga til að viðhalda heilsusamlegu líferni.
Horfði áðan á Kompás. Vatnssprautað kjöt, vatnshúðaður fiskur, velferð kjúklinga. Íslendingar eru svosem ekki heilagri en aðrir þegar kemur að matvælaiðnaði. Bara muna það að þetta snýst um "respect", ekki fyrir þér heldur börnunum þínum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 20:55
Of margar flugmílur á matinn - engin vottun
Nú er í umræðunni í Bretlandi að hætta að votta lífrænar vörur sem fluttar eru langar leiðir til Bretlands í flugi. En er ekki lífrænt bara lífrænt? Auðvitað, en lífið er bara ekki svo einfalt. Ef þú ert umhverfislega meðvitaður einstaklingur þá hlýturðu að leitast við að smækka vistsporið þitt (ecological footstep). Og flug með matvæli orsakar mikla losun á koldíoxíði, eins og annað flug. En þetta er heldur ekki svona einfalt, því oft eru þetta matvæli framleidd af fátækum bændum í Afríku og Suður Ameríku, t.d. baunir frá Kenýa eða bananar frá Equador. Og hver vill ekki styðja við bakið á þeim? Auðvitað spilar þarna inní tæknileg viðskiptahindrun en sífellt meira hugvits er krafist við að finna upp á slíku til að styðja við innlendan iðnað eða landbúnað.
Ég sé fram á að þurfa að setja saman ensk-íslenska umhverfisorðabók:
ecological footstep - vistspor
food miles - matarmílur
locavores - nærætur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 22:31
Kjalvegur í ósnortinni náttúru?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2007 | 20:57
Kjötið eða bílinn!
Þessi umhverfisfrétt er of góð til að sleppa því að blogga:
"The livestock sector emerges as one of the top two or three most significant contributors to the most serious environmental problems, at every scale from local to global." It turns out that raising animals for food is a primary cause of land degradation, air pollution, water shortage, water pollution, loss of biodiversity, and not least of all, global warming.
Þar hafið þið það. Kjötframleiðsla í landbúnaði er einn af megin umhverfisskaðvöldum heimsins. Ótrúlegt? Bull? Hvað með að það hefur meiri áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda að minnka kjötneyslu og neyta nærfæðu en að fá sér mjög umhverfisvænan bíl.
Producing a calorie of meat protein means burning more than ten times as much fossil fuels--and spewing more than ten times as much heat-trapping carbon dioxide--as does a calorie of plant protein. The researchers found that, when it's all added up, the average American does more to reduce global warming emissions by going vegetarian than by switching to a Prius.
Hefur nokkur minnst á þetta áður? Ekki svo að skilja að ég sé grænmetisæta eða tali fyrir slíku. Það er hins vegar ótrúlega lítil umræða um þetta í samhengi við innflutning á landbúnaðarafurðum til Íslands. Þær eru fluttar um langan veg og þetta hlýtur að vega þungt í málflutningi fyrir innlendum landbúnaði, séu umhverfisverndarsinnar samkvæmir sjálfum sér. Eða snýst umhverfisvernd bara um virkjanir?
En þetta er alla vega fróðleikur sem gott er að velta fyrir sér þegar maður stingur gafflinum í nautasteikina frá Argentínu, sem gæti staðið fyrir 10 sinnum fleiri kaloríur af plöntupróteini, og sem hefur orsaka 10 sinnum meiri losun af gróðurhúsalofttegundum.
Lífstíll | Breytt 27.1.2007 kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2007 | 22:00
Að blogga heima
Þegar maður er nú kominn heim þá er bloggið bara ekki eins. Hvötin til að blogga virðist síður vera til staðar og kannski er það nálægðin við þá sem lesa bloggið sem veldur ákveðinni tregðu. Á meðan maður er erlendis þá er lítil hætta á að maður rekist á nema fáa einstaklinga sem lesa bloggið en eftir að heim er komið er maður e.t.v. í samskiptum við þá daglega. Það er bara ekki eins. Framtíð bloggsins míns er því óviss. Þessu til viðbótar hefur tími minn til að blogga minnkað um a.m.k. átta tíma á dag. Svo er bara ekki eins mörgu frá að segja hérna norður frá. Það eru allir að tyggja sama bullið hver upp eftir öðrum, evra ekki evra, króna ekki króna. Ingibjörg og Valgerður. Guðni og Hjálmar. bla, bla, bla. Það er fljótlegt að verða þreyttur á þessu blaðri.
Ég sakna 8 out of 10 cats á Channel 4. Jimmy Carr og Sean Lock eru ótrúlega fyndnir. Best að panta spóluna á Amazon.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 16:09
Alveg að koma!
Ég hef ekki haft orku til að blogga eftir lambalærið í gær, fyrr en núna. Svakalega gott, úr Miðfirðinum, með eggaldin og rauðlauk í tómatsósu.
Nú er bara verið að greiða niður ferðina heim með því að versla ofsalega hagstætt hérna úti, jafnvel þótt gengið sé sjitt. Býst við að við náum að fljúga ókeypis heim fyrst það er svona mikil verðbólga heima.
Ég komst að því um helgina að ég hef lést um a.m.k. fimm kíló hérna úti á árinu, og var þó mjór fyrir. Þetta gerist þegar maður hættir að éta tvær heitar máltíðir á dag og byrjar að hreyfa á sér rassgatið. Það mun því kosta nokkra endurhæfingu að koma heim, vafalítið munu fylgja því meltingartruflanir, ekki síst um jólin þegar ólifnaðurinn er í hámarki. En aðlögunarhæfni okkar manna eru lítil takmörk sett og ég því fullur tilhlökkunar að úða í mig hangikjöti, uppstúf, grænum baunum og spældum eggjum a la móðurættin mín.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2006 | 21:43
Búinn í skólanum
Ég var að leggja lokahönd á verkefnið mitt í verkefnisstjórnun. Ekki mjög flókið en vonandi situr þetta eitthvað eftir í hausnum á mér. Margt sem ég hef lært þarna gæti nú komið sér vel í vinnunni ef það væri sett í praksís. Sjáum til.
Nú er bara verið að plana heimferð, skv. háþróuðum verkefnisstjórnunarferlum að sjálfsögðu. Við vorum að setja saman matseðilinn fyrir það sem eftir er í skápunum. Hakk og spagettí, ofnsteiktir kjúklingabitar, Burritos, lambalæri, núðlur með kjúkling og grænmeti, pizza og eitthvað eitt enn sem ég man ekki. Þá verður frystirinn tómur. Svo er bara að ryksuga öll helv. teppin, þurrka af og þrífa klósettið, þá er orðið hreint. Pakka öllu oní nokkrar töskur, megum taka með 92 kg + handfarangur. Það ætti að duga. Henda svo öllu inní bílaleigubíl og keyra á hótel við Gatwick, vakna svo eldsnemma, búinn að tékka sig inn og vera kominn í Keflavík um hádegi. Svona er nú verkefnisstjórnun.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2006 | 14:51
Góður kalkúnn mar!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2006 | 10:29
Hvaða upplýsingar fá viðskiptavinir?
Þetta er að mínu mati afar áhugavert mál fyrir Íslendinga að takast á við. Við markaðssetjum vörur erlendis, á forsendum hreinleika og heilnæms umhverfis. Engin aukaefni. Og hvað stendur á bakvið þá markaðssetningu? Sennilega stendur það nokkuð styrkum fótum sé það borið saman við framleiðsluhætti víða annarsstaðar í heiminum. Samkeppnin er hins vegar alltaf að aukast, framboð á upprunavottuðum vörum eykst og kröfur viðskiptavina um upplýsingar sömuleiðis. Við tökum öll ákvarðanir um hvað við eigum að kaupa byggðar á upplýsingum og tilfinningum. Það þarf ekki mikið til að maður líti frekar til hægri en vinstri þegar tekin er vara úr búðarhillu. Örlítil vond umfjöllun um aðbúnað starfsfólks, eitt mengunarslys t.d. ecoli sýking, nú eða bara liturinn á umbúðunum, þetta hefur allt áhrif. Nú og auðvitað verðið.
Whole Foods hafa verið leiðandi í markaðssetningu á "umhverfis-, dýra- og mannvænum" vörum í Bandaríkjunum. Auðvitað snobb að nokkru leyti en það hefur virkað hjá þeim. Þessi umræða er hins vegar alltaf að vinda uppá sig. Viðskiptavinir vilja vita meira um upprunann, vistfræðina, meðferðina, aukaefni o.s.frv. Þetta eru því miklar kröfur á íslenska framleiðendur að hafa sitt á hreinu og þá sem markaðssetja vöruna. Það er lagt í mikinn kostnað við markaðssetningu í Bandaríkjunum á mjög litlu magni, og sem verður alltaf mjög lítið magn, í einni verslunarkeðju, sem síðan getur þurrkað út alla markaðssetninguna með einu bréfi, á einum degi. Á ríkið t.d. að styrkja slíka markaðssetningu, eins og það hefur gert? Er almenningur á Íslandi tilbúinn að setja skattpeningana sína í markaðssetningu á kjöti og skyri í Bandaríkjunum?
Lambakjöt er t.d. selt undir merkinu "Natural", sem hefur ákveðna þýðingu innan Whole Food. Það hefur enga þýðingu innan Bandaríkjanna að öðru leyti og þar er enginn óháður aðili sem fylgist með því hvað stendur að baki. Mér er t.d. ekki kunnugt um að nein slík vottun sé í gangi á Íslandi, heldur er því slegið föstu að íslenskir framleiðendur standist kröfurnar að baki "Natural". Þekki þetta ekki með skyrið en það væri fróðlegt að vita hvort það er einnig markaðssett sem "Natural". Það er ekkert vottunarkerfi í íslenskri mjólkurframleiðslu.
Ég ætla ekki að vera neikvæður, bara benda á að markaðssetning, á svona kröfuhörðum markaði eins og innan Whole Foods, þarf að standa styrkum fótum til að minnka líkurnar á því að mikil vinna og kostnaður við markaðssetningu sé ekki þurrkað út með einu bréfi.
Whole Foods Market: Viðskiptavinir taki ákvarðanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar