Færsluflokkur: Lífstíll
28.5.2007 | 11:29
Grænþvottur
Grænþvottur eða "Greenwash" er eitthvað sem á við að minna á um þessar mundir. Um er að ræða fyrirbrigði sem snýst um það þegar fyrirtæki, einstaklingur, hópur eða stofnun kynnir sig og ímynd sína sem umhverfisvæna eða græna en að baki liggur götótt stefna sem heldur ekki vatni sé grannt skoðað. Umræða um grænþvott er ekki ný af nálinni en á síðustu og bestu/verstu tímum er hún mikilvægari en nokkru sinni. Allskyns tónar af grænu eru kynntir til sögu, vinstri grænir, hægri grænir, grænir bílar, græn hús, græn orka o.s.frv. Þessi græni litur getur síðan þvegist af í fyrstu rigningarskúr.
En hvernig kemst svona lagað upp, að græn stefna sé ekki græn? Kannski veit viðkomandi ekki betur og heldur grænleika sínum fram í góðri trú. Þekking og/eða tækni er kannski ekki komin lengra. Eða um er að ræða einlægan brotavilja, eða hvíta lygi.
Blaðamenn og frjáls félagasamtök eru þeir ásar sem eru helst líklegir til að koma upp um grænþvott. Blaðamenn með rannsóknum og frjáls félagasamtök með sérfræðinga innan sinna vébanda sem sjá í gegnum plottið. Neytendur þurfa síðan að hafa öryggi á oddinum því blekkingar snúa ekki eingöngu að verðlagningu, magntölum og útliti, heldur líka grænni ímyn. Stöðluð vottunarkerfi eru til þess gerð að koma í veg fyrir grænþvott en þau eru ekki til á öllum sviðum. Hér á landi er þörf á öflugu aðhaldi þegar fyrirtæki og reyndar stjórnmálaflokkar, hver af öðrum, kynna sig sem græn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2007 | 07:17
Þurr á manninn
Hér ytra er svo þurrt að maður svitnar varla. Svitinn skilur aðeins eftir sig saltútfellingar á fötunum en hverfur jafnharðan. Þannig verða eftir hvítir blettir á fötum í stað rakra svitabletta. Þetta hefur það í förm með sér að maður gerir sér ekki eins grein fyrir vatnsþörfinni, vatnið bara gufar upp án þess maður verði var við það. Annars er ekki hægt að kvarta undan veðrinu, sól og hiti. Sennilega 30-35 gráður og sólin beint ofaní hvirfilinn.
Dagskránni í dag var aflýst svo síðasti dagurinn hér verður frír. Ágætt en ég hefði svo sem alveg þegið að komast fyrr heim. Sakna konunnar minnar svo mikið.
Annars hefur þetta verið talsvert lærdómsríkt. Stundvísi hérlendra ekki upp á marga fiska og þeir eru með eindæmum langorðir. Stjórnkerfið enda talsvert flókið og margir sem þarf að hafa ánægða. Mikið var um hvítflibba hér í gærmorgun þegar ráðstefnan opnaði og mikið um bukt og beygingar.
En verkefni eins og það sem hér var verið að kynna er ekki einfalt í uppbyggingu. Bæði er erfitt að ná í peninga til slíkra verkefna og krefst það mikillar kunnáttu og eftirfylgni. Er í raun orðið sér fræði. Hins vegar er að byggja upp verkefni sem virkar félagslega, bætir afkomu bændanna, bætir landið og er meðtekið í samfélaginu. Það virðist að mestu hafa tekist hér, sérstaklega er ég hrifinn af því hvernig þeir hafa tekið á félagslega þættinum, fléttað inn í að auka færni fólksins, lestrarkennsla, kennsla í meðferð búfjár, kennsla í að framleiða plöntur o.s.frv. Markmiðið að sjálfsögðu að auka færni og frumkvæði svo tækifærin verði fleiri. Hér er hins vegar gríðarleg fátækt en fólkið vingjarnlegra og glaðlegra en við er að búast við slíkar aðstæður.
Ég get ekki leynt því að maður hálf skammast sín sem Íslendingur fyrir að eiga land í tötrum en þvílíkan auð. Aðeins um það að ræða að setja peningana í farveg, aðeins pólitísk spurning.
Pólitík, hver var að tala um hana. Hvað ætli framsóknarmenn séu tilbúnir að ganga langt til að halda völdum?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2007 | 20:43
Kosningar flúnar, með trega
Jæja, nú flýg ég til Marokkó í fyrramálið. Þarf að vakna hálffjögur. Í Marokkó er ekki nema 34 stiga hiti þessa dagana og því rúmlega notalegt. Þá er að spá í hvaða föt í ósköpunum á maður að fara með. Rykið dustað af stuttermaskyrtunum og léttu buxunum, keypti niðurgangsmeðal til öryggis og svo þarf sólarvörn og moskítósprey. En það er með trega í hjarta að maður fer í svona ferðir. Mér finnst alltaf erfitt að skilja við mína fjölskyldu, þó það sé bara í stuttan tíma.
Ég sumsé losna við eða missi af Júróvisjón og kosningum X07. Búinn að kjósa sjálfur. Mun þess í stað njóta kvöldverðar með ráðstefnuhöldurum þar ytra. Vel á minnst, ef einhver hefur snefil af áhuga á að vita hvað ég er að fara að gera þar ytra þá er hér slóð inn á heimasíðu verkefnisins sem verið er að kynna. En þetta snýst um baráttu gegn eyðimerkurmyndun þar ytra og hvernig mannskapurinn hefur verið virkjaður í þeirri baráttu. Sumsé alheimsvandamál í hnotskurn. Þetta er hins vegar lítið rætt um sem umhverfisvandamál hér á landi, enda landið grasi og skógi vaxið hér og þar.
Og að lokum, ég væri alveg til í að skipta um ríkisstjórn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 20:52
Marokkó!
Lífið fer stundum framúr manni. Nú stefnir allt í að ég fari til Marokkó á þriggja daga ráðstefnu um miðjan maí. Í gær var ég ekki beinlínis á leið til útlanda, reyndar frekar fúll yfir að konan væri að fara til útlanda um helgina. En ástin eykst og þroskast við hæfilega fjarveru.
Ef einhver sem les þetta hefur komið til Marokkó, þá eru gagnlegar ábendingar vel þegnar.
Ráðstefnan fer víst fram á frönsku en boðið upp á þýðingu. Ég var reyndar að hugsa um daginn hvort maður ætti nú ekki að bæta við sig eins og einu tungumáli.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.4.2007 | 00:09
Dear Elsa, hættu núna!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2007 | 19:53
Gleðilegt sumar
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 10:51
Frábærir tónleikar og grunngildin
Það tókst svosem ekki að bjóða frúnni á U2 tónleika en við fórum þess í stað á tónleika á vegum Ungmennafélagsins Baldurs í Þingborg, með ekki ófrægari hljómsveit en Köntrýsveit Baggalúts. Smávegis misskilningur í fjölmiðlaumfjöllun varð þess valdandi að við mættum 1 klst of snemma, og ekki þau einu. En biðin var fyllilega þess virði. Baggalútur stillti upp stórsveit með mannskap úr Hjálmum, Guðmund Pétursson og D Cassidy innanborðs. Flutningurinn var eftir því, hvert lag hnökralaust og textarnir hver öðrum fyndnari, útsetningar eðlilegar og í anda hefðbundins köntrís. Mannskapurinn hafði líka greinilega stórgaman að því sem þeir voru að gera. Enduðu á jólalagi.
Nú erum við feðginin heima meðan frúin er á málþingi í bænum, hlustum á Beautiful South og Ampop. Ég hef sett stefnuna á metnaðarfyllra tónlistaruppeldi fyrir börnin, hætta þessu barnatónlistarhjakki og velja úrvalstónlist til flutnings á heimilinu við hvert tækifæri. Það er ábyrgðarhluti að láta börnin fara á mis við klassíska popptónlist síðustu áratuga 20. aldarinnar og síðustu ára. Þetta er svipað og með matinn, ala börnin upp við reglulegt mataræði, hollan en góðan mat og samveru á matartímum. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið, bara ganga út frá grunngildunum, börnin vinna síðan úr því sjálf eftir bestu getu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 09:00
Laupur í staur
Hrafninn týnir ekki niður krunki sínu og hefur verpt í rafmagnsmastur eitt í Flóanum. Þetta sá ég á leið minni til vinnu í gærmorgun. Það er ekki í fyrsta skipti sem þetta mastur verður fyrir valinu en tókst ekki sem skyldi síðast. Nú skal bætt um betur og settar endurbættar festingar á laupinn svo ekki verði hann lagður upp.
En ég reyndi að horfa á framboðsfund í gærkvöldi, útsendingu frá Selfossi. Ekki var það nú áhugavert, hver kjaftaði í kapp við annan, Helgi Seljan dæmdi sig úr leik sem slakur stjórnandi umræðna. Slökkti því á þessu froðusnakki sem boðið var uppá. Horfði þess í stað á mynddisk með U2. Hann var nú heldur leiðinlegur líka en þá kom að því að mig langaði á tónleika með sveitinni en þá hef ég aldrei upplifað. Stefni því á að bjóða minni heittelskuðu eiginkonu á tónleika þegar þeir félagar verða næst á ferðinni einhversstaðar í grenndinni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2007 | 21:10
Skógvarsla
Skógrækt ríkisins kærir röskun á skóglendi í Heiðmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 15:33
Bændur siðgæðisverðir þjóðarinnar
Framleiðendum klámefnis vísað frá Hótel Sögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar