Loksins farinn að hjóla

Það er reyndar þónokkuð síðan ég hjólaði fyrstu ferðina í vinnuna en hef sumsé ekkert bloggað ansi lengi. Þetta er fín leið í gegnum Seljahverfið, Elliðaárdalinn, yfir Miklubraut, framhjá Glæsibæ, niður Laugardal, gegnum Teigana, yfir Kringlumýrarbraut, inní Túnin og kominn! Þetta eru tæpir 10 km og tekur 25 mín að hjóla. 

Nú kemur reyndar í ljós að ég á ansi lélegt hjól því þegar fer að reyna eitthvað á kvikindið þá bilar eitthvað. Þannig er gírskiptihandfangið búið að brotna, sprungið einu sinni og gírarnir orðnir ansi ruglaðir. Þetta stendur þó allt til bóta og ég ætla að hjóla öðru hverju á meðan ekki er snjór og hálka. Nenni ekki að skipta yfir í nagla.

En af þjóðmálunum þá velti ég því fyrir mér á hvaða gríðarlegu þekkingu á jarðhitamálum Íslendingar ætla að byggja í þessari útrás. Mér vitanlega er afar takmörkuð menntun í boði hér á landi á þessu sviði og fáir sérfræðingar sem eru einhvers megnugir á þessu sviði. Þetta er reyndar umhugsunarefni fyrir háskólana alla, hvort ekki ætti að leita til orkufyrirtækjanna um stuðning við kennslu á sviði jarðhitanýtingar til að byggja upp stærri hóp sérfræðinga á þessu sviði hér á landi.

Varðandi umhverfismálin, þá er ég afar ánægður með að margir láti sig þau varða eins og Bitruvirkjun ber vitni um. Það má líta til úrskurðar Skipulagsstofnunar vegna rannsóknaborholu í Grændal í þessu samhengi en Skipulagsstofnun lagðist gegn þeirri framkvæmd, þó umhverfisráðherra leyfði hana með skilyrðum. Bitruvirkjun er í raun ekki svo ólíkt mál, mikil náttúrufegurð, mikil útivist og ferðamennska, líffræðileg fjölbreytni o.s.frv. En pólitík er kannski full fyrirferðamikil í ákvörðunarferlinu, nema lýðræðið komi til bjargar. Við sjáum að sveitarfélög á Suðurnesjum vilja t.d. ekki raflínur í sínu landi. Það er kannski lítill vísir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband