5.10.2006 | 13:58
Ahhh....
Alltaf best að vera í faðmi fjölskyldunnar. Það finnur maður best eftir fjarveru, annars er eitthvað ekki í lagi. Holland var flatt að vanda, þó ég hafi þarna séð óreglulegasta hluta þess, í suðaustur horninu, einskonar botnlangi niður á milli Belgíu og Þýskalands. Ráðstefnan var skemmtileg og fróðleg. Hið ágætasta fólk. Wageningen er skemmtilegur smábær, 30-40 þús manns og allt meira og minna í kringum háskólann. Í Hollandi fæst góður bjór og góður matur. Verst að þarna getur allt verið á floti fyrirvaralaust, ekki í bjór, heldur í vatni, ýmist frá hafi eða eftir rigningar.
Fyrirlesturinn minn gekk bara vel, studdist nánast ekkert við handritið en kom flestu frá mér skammlaust. Var reyndar spurður að því við kvöldverðinn á eftir hvaða hvíti flekkur þetta hefði verið á kortinu sem ég sýndi. Ég skildi spurninguna ekki strax en brátt kom í ljós að þarna var um að ræða stærsta jökul Evrópu, sem ekki allir áheyrendur áttuðu sig á.
En hér í Cardiff er komið haust, rigningar og kólnað talsvert. Haustlitir eru komnir á sumar trjátegundir og ég er kominn í langerma peysu. Semsagt óhrekjanleg merki haustsins.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 6.10.2006 kl. 13:38 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.