18.10.2006 | 08:29
Hvalur, hvalur
Stórfrétt!
Athyglisvert að lesa álit lesenda á BBC vefnum. Virðist talsvert mismunandi eftir uppruna höfunar. Margir kanarnir eru hlynntir nýtingu hvala en Evrópubúar síður. Allskyns frasar notaðir t.d.:
"This gets Iceland definitely off my "travel to" list."
"Just because it does not fit into someone's cultural dietery norms, we can not dictate the ethics of eating whales. This sounds like one of those typical Euro-hypocracy subject."
"And Iceland, nice sagas you once protected for us. Don't stain your reputation now."
Bretar hafa verið ansi harðir gegn hvalveiðum og miklar yfirlýsingar frá stjórnmálamönnum hér í landi á síðustu árum. Afstaða stjórnmálamanna virðist hins vegar mjög lituð af almenningsáliti eða áliti þrýstihópa.
En þetta er kannski tvískipt, annars vegar er það hvort óhætt sé að stunda hvalveiðar m.t.t. stofnstærðar þeirra og hraða endurnýjunar, þ.e. hin vistfræðilega spurning. Hins vegar hvort hvalir séu drepnir með siðfræðilega réttlætanlegum aðferðum. Ég held að síðari punkturinn standi í ansi mörgum.
Ég er alinn upp við að éta hvalkjöt. Man fyrst eftir að hafa borða súrsað hvalspik þegar ég var 3ja eða 4ra ára og átti heima í blokk í Ljósheimunum. Fannst það ofsalega gott. Át það síðan reglulega fram að hvalveiðibanni og var minn uppáhalds þorramatur. Hrefnukjöt át ég reglulega alla mína grunnskólagöngu í mötuneyti Laugarbakkaskóla. Hrefnukjöt í brúnni sósu með kartöflum og jarðaberjasultu. Svoleiðis var nú maturinn í þá daga.
"Íslendingar hafa engan markað fyrir hvalkjöt" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vil fleiri uppskriftir að hvalréttum...
Arnljótur Bjarki Bergsson, 18.10.2006 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.