25.10.2006 | 09:44
Kreditkortasvindl
Nú get ég ekki lengur notað flotta kreditkortið mitt frá Glitni. Einhver snillingur var byrjaður að nota það til að kaupa sér síma og áfyllingu á hann, fara í bíó o.s.frv. Mér fannst þetta ekki góð tilfinning, að vita af fjárhagslegu sjálfstæði mínu í höndum bláókunnugs manns. Sé þó ekki fram á gjaldþrot þar sem um hóflegar og eiginlega heimskulega hóflegar fjárhæðir er að ræða.
En þetta er áminning, þessi greiðslumáti er ótryggur og þó ég hafi notað þetta kort lítið þá virðist það hafa dugað til að einhversstaðar á leiðinni hafi einhver náð upplýsingum af kortinu. Svo, varúð!
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Vefurinn | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.