Tvær vikur

Nú eru tvær vikur í brottför, tvær örstuttar vikur. Þá þarf að setja upp skipulegan matseðil þannig að allt klárist úr skápunum. Það virðist vera nokkuð gott jafnvægi í birgðunum núna, helst að mikið sé til af niðursoðnum tómötum og núðlum. Ekki vandamál að koma því í lóg. Þetta ætti því að geta verið nokkuð eðlilegur matseðill. Ekki hakk í sjö daga og kjúklingabringur í sjö eða kartöflur í morgunmat, hádegismat og kvöldmat.

Við seldum garðhús stelpnanna í gær svo sá pakki er að baki. Ótrúlega vel heppnuð sala, nokkrar ókeypis auglýsingar, eitt símtal og selt! Engar aðrar fyrirspurnir. 

Það er kominn fiðringur í mann að koma heim, byrja aftur að keyra bíl, byrja aftur að reka bíl, sofa aftur í rúminu sínu, borða aftur af diskunum sínum. Það er gallinn við að vera svona stutt í útlöndum og leigja með húsgögnum að maður á varla heima, maður er alltaf með eitthvað í láni. Það er ekki lagt í fjárfestingar eða innkaup á húsmunum. En sumsé, það verður gott að koma heim í verðbólgu, myrkur og kulda, smáborgaralega umræðu um allt og ekkert, yfirborðslega fréttamennsku, litla innlenda dagskrárgerð, dýran mat, vín og bjór og síðast en ekki síst, að heyra íslenska ilhýra tungu á nýjan leik. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband