Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
22.4.2007 | 00:09
Dear Elsa, hættu núna!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2006 | 09:33
Fyrirbyggjandi þróun?
Þetta er áhugaverð þróun á þessu annars aríska skeri. Mikil umræða er um blandaða skóla hér í Bretlandi um þessar mundir og nú síðast var lagt til að s.k. "faith schools" þar sem eingöngu eru börn af tilteknum trúarhópum, þurfi að leyfa aðgang annarra trúarhópa. Ástæðan, fyrirbyggjandi aðgerðir til að minnka fordóma á milli trúarhópa. Það voru viðtöl við foreldra og kennara og afar mismunandi viðbrögð. Þeir sem áttu börn í trúarskólunum virtust lítinn áhuga hafa á blöndun. En hvað er betur til þess fallið að ala á fordómum en skólar þar sem kennt er í anda einna tiltekinna trúarbragða.
Ég er þeirrar skoðunar að ekkert sé betur til þess fallið til að stuðla að minni fordómum en skólakerfi þar sem börn af mismunandi litarhætti og af mismunandi trú blandast saman og umgangist hvert annað frá degi til dags. Hef skrifað um þetta áður. Þau eru jú ekki fædd með þessa fordóma en fá þá frá sínu nánasta umhverfi, frá t.d. foreldrum. Þetta gerir þó gríðarlegar kröfur á skólakerfið og kennara. Það þarf að virða sjónarmið mismunandi hópa en þó ekki láta það stjórna skólastarfinu, sem er víst nokkuð mjó lína.
Auðvitað má búast við einhverjum byrjunarörðugleikum þar sem þróunin er svona hröð eins og í Fellaskóla en yngstu börnin eru að öllu jöfnu fordómalaus.
Til að gera þetta enn betra ætti að nota skólabúninga.
Nærri 40% barna í sumum skólum af erlendum ættum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2006 | 08:14
Fótboltadagur í Cardiff
Það er skynsamlegast að halda sig frá miðbænum í dag. Fótboltadagur í Cardiff þar sem bikarúrslitaleikurinn í enska boltanum fer fram á Þúsaldarleikvanginum í dag. Miðbærinn verður troðfullur af fólki í annars vegar rauðum og hins vegar vínrauðum og bláum einkennislitum Liverpool og West Ham. Fánar og húfur, flautur og horn, allir barir troðfullir af fólki. Þetta er í eina skipti sem hinn virðulegi enski bikar yfirgefur enska grund og þykir varla ásættanlegt af hálfu hinnar stoltu ensku þjóðar en þar sem klúður við frágang Wembley, stolts ensku fótboltaþjóðarinnar, hefur haldið áfram þá er ekki um margt annað að ræða. En semsagt, ekki gott að vera með fjölskylduna í miðbænum, nema kannski í u.þ.b. þrjá tíma á meðan fólkið er á leikvanginum.
Það viðrar vel, kyrrt veður en ekki sól. Það gætu dottið niður skúrir í dag skv. spánni og skýjafari en gott fótboltaveður.
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar