Færsluflokkur: Dægurmál
9.5.2007 | 20:43
Kosningar flúnar, með trega
Jæja, nú flýg ég til Marokkó í fyrramálið. Þarf að vakna hálffjögur. Í Marokkó er ekki nema 34 stiga hiti þessa dagana og því rúmlega notalegt. Þá er að spá í hvaða föt í ósköpunum á maður að fara með. Rykið dustað af stuttermaskyrtunum og léttu buxunum, keypti niðurgangsmeðal til öryggis og svo þarf sólarvörn og moskítósprey. En það er með trega í hjarta að maður fer í svona ferðir. Mér finnst alltaf erfitt að skilja við mína fjölskyldu, þó það sé bara í stuttan tíma.
Ég sumsé losna við eða missi af Júróvisjón og kosningum X07. Búinn að kjósa sjálfur. Mun þess í stað njóta kvöldverðar með ráðstefnuhöldurum þar ytra. Vel á minnst, ef einhver hefur snefil af áhuga á að vita hvað ég er að fara að gera þar ytra þá er hér slóð inn á heimasíðu verkefnisins sem verið er að kynna. En þetta snýst um baráttu gegn eyðimerkurmyndun þar ytra og hvernig mannskapurinn hefur verið virkjaður í þeirri baráttu. Sumsé alheimsvandamál í hnotskurn. Þetta er hins vegar lítið rætt um sem umhverfisvandamál hér á landi, enda landið grasi og skógi vaxið hér og þar.
Og að lokum, ég væri alveg til í að skipta um ríkisstjórn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2007 | 00:09
Dear Elsa, hættu núna!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2007 | 19:53
Gleðilegt sumar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 10:51
Frábærir tónleikar og grunngildin
Það tókst svosem ekki að bjóða frúnni á U2 tónleika en við fórum þess í stað á tónleika á vegum Ungmennafélagsins Baldurs í Þingborg, með ekki ófrægari hljómsveit en Köntrýsveit Baggalúts. Smávegis misskilningur í fjölmiðlaumfjöllun varð þess valdandi að við mættum 1 klst of snemma, og ekki þau einu. En biðin var fyllilega þess virði. Baggalútur stillti upp stórsveit með mannskap úr Hjálmum, Guðmund Pétursson og D Cassidy innanborðs. Flutningurinn var eftir því, hvert lag hnökralaust og textarnir hver öðrum fyndnari, útsetningar eðlilegar og í anda hefðbundins köntrís. Mannskapurinn hafði líka greinilega stórgaman að því sem þeir voru að gera. Enduðu á jólalagi.
Nú erum við feðginin heima meðan frúin er á málþingi í bænum, hlustum á Beautiful South og Ampop. Ég hef sett stefnuna á metnaðarfyllra tónlistaruppeldi fyrir börnin, hætta þessu barnatónlistarhjakki og velja úrvalstónlist til flutnings á heimilinu við hvert tækifæri. Það er ábyrgðarhluti að láta börnin fara á mis við klassíska popptónlist síðustu áratuga 20. aldarinnar og síðustu ára. Þetta er svipað og með matinn, ala börnin upp við reglulegt mataræði, hollan en góðan mat og samveru á matartímum. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið, bara ganga út frá grunngildunum, börnin vinna síðan úr því sjálf eftir bestu getu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 09:00
Laupur í staur
Hrafninn týnir ekki niður krunki sínu og hefur verpt í rafmagnsmastur eitt í Flóanum. Þetta sá ég á leið minni til vinnu í gærmorgun. Það er ekki í fyrsta skipti sem þetta mastur verður fyrir valinu en tókst ekki sem skyldi síðast. Nú skal bætt um betur og settar endurbættar festingar á laupinn svo ekki verði hann lagður upp.
En ég reyndi að horfa á framboðsfund í gærkvöldi, útsendingu frá Selfossi. Ekki var það nú áhugavert, hver kjaftaði í kapp við annan, Helgi Seljan dæmdi sig úr leik sem slakur stjórnandi umræðna. Slökkti því á þessu froðusnakki sem boðið var uppá. Horfði þess í stað á mynddisk með U2. Hann var nú heldur leiðinlegur líka en þá kom að því að mig langaði á tónleika með sveitinni en þá hef ég aldrei upplifað. Stefni því á að bjóða minni heittelskuðu eiginkonu á tónleika þegar þeir félagar verða næst á ferðinni einhversstaðar í grenndinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2007 | 20:24
Fjölmiðlabann
Það er voða lítið um að blogga þessa dagana. En eitt stendur niður úr öllu, stjórnmál og fjölmiðlaumfjöllun. Í raun ætti að bjarga fólki sem fylgist með fjölmiðlum frá þessu dæmalaus bulli sem er kallað stjórnmál á þessum tíma árs með því að setja a.m.k. alþingismenn og verðandi alþingismenn í fjölmiðlabann. Ef þetta lið hefur áhuga á að tjá sig við þjóðina þá skuli það vinsamlegast horfa í augun á viðmælandanum og ljúga þannig upp í opið geðið á kjósandanum en ekki nota fjölmiðlafjarlægðina.
Stjórnmál hér á Íslandi, og reyndar víða, eru svo lágkúruleg að það nær ekki nokkurri átt. Og fjölmiðlar spila með, yfirborðskennd fréttamennska, alltaf hægt að sjá fyrir umfjöllunina, hægt að spila á hana.
Sem sagt, gefum alþingismönnum frí strax, áður en þeir afgreiða fleiri loddaralög, og leyfum þeim að berjast fyrir atkvæðunum úti í raunverulegum heimi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 21:10
Skógvarsla
Skógrækt ríkisins kærir röskun á skóglendi í Heiðmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 15:33
Bændur siðgæðisverðir þjóðarinnar
Framleiðendum klámefnis vísað frá Hótel Sögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2007 | 13:45
Íslendingar að baki McDonalds
Nú hefur McDonald's loksins tekist að finna hina réttu blöndu af djúpsteikingarolíu fyrir kartöflurnar, rétt bragð og trans-fats laus. Þetta hefur tekið sinn tíma og þegar þessi heimsþekkti framleiðandi óhollustu sér sinn kost vænstan til að taka sig á þá hlýtur að vera rík ástæða til. M.a. að New York borg hefur ákveðið að banna trans-fitur frá og með júlí á þessu ári. Wendy's hafa þegar náð því markmiði að útiloka trans-fitur og KFC eru á góðri leið með það. Ekki svo að skilja að þá verði um einhverja hollustuvöru að ræða, eingöngu tekið á einu afar miður heilsusamlegu atriði.
En það sem vekur athygli mína er hversu aftarlega Íslendingar sitja í þessari umræðu. KFC með afar hátt hlutfall trans-fitu hér á landi og með ólíkindum að ekki sé gert að skilyrði að, í fyrsta lagi að merkja innihald af trans-fitu og í öðru lagi, að banna trans-fitu í matvælum eins og Danir. Halló, til hvers er þessi Lýðheilsustöð og hvar er heilbrigðisráðuneytið?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 21:33
Vitrun
Ég varð fyrir vitrun um helgina. Hægrisveiflan á umhverfishreyfingunni er gott innlegg í umræðuna og nú er svo komið að ég vona innilega að Hafnfirðingar hafni stækkun álvers í Straumsvík. Veit ekki nákvæmlega á hvaða tímapunkti vitrunin kom en öll sú umræða um orku sem fer fram í heiminum í dag hlýtur að vekja mann til umhugsunar um það í hvað hún er notuð. Orka er verðmæt, líka óbeisluð. Ég hef semsé góða tilfinningu fyrir álversstoppi, enda austfirðingar, sem beðið höfðu í 30 ár eftir að fá eitthvað upp í hendurnar, hafa nú fengið sitt. Enginn hefur beðið nálægt því svo lengi.
Blenderinn minn gaf sig í dag. En við eigum enn töfrasprota og matvinnsluvél. Það hlýtur að duga til að viðhalda heilsusamlegu líferni.
Horfði áðan á Kompás. Vatnssprautað kjöt, vatnshúðaður fiskur, velferð kjúklinga. Íslendingar eru svosem ekki heilagri en aðrir þegar kemur að matvælaiðnaði. Bara muna það að þetta snýst um "respect", ekki fyrir þér heldur börnunum þínum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar