5.10.2006 | 13:58
Ahhh....
Alltaf best að vera í faðmi fjölskyldunnar. Það finnur maður best eftir fjarveru, annars er eitthvað ekki í lagi. Holland var flatt að vanda, þó ég hafi þarna séð óreglulegasta hluta þess, í suðaustur horninu, einskonar botnlangi niður á milli Belgíu og Þýskalands. Ráðstefnan var skemmtileg og fróðleg. Hið ágætasta fólk. Wageningen er skemmtilegur smábær, 30-40 þús manns og allt meira og minna í kringum háskólann. Í Hollandi fæst góður bjór og góður matur. Verst að þarna getur allt verið á floti fyrirvaralaust, ekki í bjór, heldur í vatni, ýmist frá hafi eða eftir rigningar.
Fyrirlesturinn minn gekk bara vel, studdist nánast ekkert við handritið en kom flestu frá mér skammlaust. Var reyndar spurður að því við kvöldverðinn á eftir hvaða hvíti flekkur þetta hefði verið á kortinu sem ég sýndi. Ég skildi spurninguna ekki strax en brátt kom í ljós að þarna var um að ræða stærsta jökul Evrópu, sem ekki allir áheyrendur áttuðu sig á.
En hér í Cardiff er komið haust, rigningar og kólnað talsvert. Haustlitir eru komnir á sumar trjátegundir og ég er kominn í langerma peysu. Semsagt óhrekjanleg merki haustsins.
Ferðalög | Breytt 6.10.2006 kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2006 | 15:29
Holland
Ég flýg til Hollands í fyrramálið, tek síðan lest til Wageningen og verð þar á ráðstefnu um bændur og jarðvegsvernd fram á þriðjudag. Skelli fram einu erindi sjálfur, er orðinn hálf ryðgaður í þessu en ágætt að fá tækifæri til að dusta rykið af fræðunum. Það verður skrítið að vera án kvennanna minna svona lengi en vonandi verður þetta góð stefna og skemmtilegt fólk svo tíminn verði fljótur að líða. Annars hef ég aldrei komið til Hollands, ekki einu sinni millilent svo þetta er jómfrúrferð hjá mér. Svo er gaman að prófa alþjóðaflugvöllinn, sem er hér skammt vestan við Cardiff.
Wish me luck!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2006 | 10:30
Bændur og þeirra hlutverk
Það er svolítið gaman að skrifa fyrirlestur um hlutverk íslenskra bænda í jarðvegsvernd núna akkúrat þegar mikil umræða er um hlutverk bænda í íslensku samfélagi. Það er nefnilega svo sniðugt að landbúnaður byggir á því að nota land til að búa til eitthvað nothæft eins og mat, klæði eða afþreyingu, sem síðan er hægt að nota sem gjaldmiðil til að bóndinn geti síðan keypt eitthvað fyrir sjálfan sig og sína. Mér finnst oft að þetta hafi gleymst og að það sem vanti sé í raun að gefa bændum frelsi til að finna nýjar leiðir við að afla tekna af landinu sem þeir eiga. Í dag er það að mestu bundið við kindakjöt og kúamjólk. Hver segir að það séu þær fæðutegundir sem best er að framleiða á íslensku landi? Hér í Wales eru styrkir til landbúnaðar að miklu leyti bundnir við það land sem viðkomandi bóndi á og eða nýtir. Hann skal halda því í góðu ástandi og framleiða gæði sem heimurinn síðan nýtur. Til viðbótar þessu geta bændur tekið þátt í umhverfisverkefnum, sem þýða að þeir eru að bæta umhverfið, í víðum skilningi og fá greiðslur frá samfélaginu til þess. Bændur eru nefnilega margir hverjir ágætis vinnuafl.
Það er að mínu mati lífs nauðsyn fyrir bændur að brjótas út úr þessu með kýr og kindur, að styrkjakerfið sé bundið við þetta tvennt. Síðan verður að meta hversu mikilvægt fæðuöryggi Íslendinga er. Eða hvort það er réttlætisspurning að íslenskir bændur njóti styrkja á meðan bændur í öðrum löndum geri það líka.
Held það sé tímabært að íslenskir bændur blási til sóknar í stað þess að fara sífellt í vörn þegar umræðan fer í þennan farveg.
21.9.2006 | 19:28
Heitur dagur með loftárásum
Það var eins og veðurfræðingurinn hélt, hér var hlýtt og hvasst í dag. Hitinn fór í einhverjar 25 gráður en erfitt að hjóla. Við Birna skruppum yfir í Heath Park þar sem er skemmtileg rörrennibraut, hún hverfur í smástund og kemur svo allt í einu í ljós aftur og finnst það mjög fyndið. Reynum að breyta aðeins til endrum og eins. En varðandi loftárásirnar þá hrynja nú akorn úr öllum eikum hér í Cardiff. Ef kemur vindhviða þá heyrir maður smellina allt í kring, standi maður undir eik, sem n.b. er ekkert mjög ólíklegt hér sé maður úti á annað borð. En ég hef ekki frétt af neinum meiðslum.
Annars kom ný tölva í hús í gær, glæsilega silfurlituð frúartölva. Ég held áfram að hökta á Imbunni, ekki nema rúmir þrír mánuðir eftir.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2006 | 12:33
Karlar, varist heitu sætin
19.9.2006 | 11:51
Reykingabann í apríl
Nú eru allar líkur á að bann við reykingum á opinberum stöðum taki gildi hér í Wales 2. apríl á næsta ári (frétt BBC). Þetta er u.þ.b. ári á eftir Skotum og sama dag munu N-Írar sennilega gera slíkt hið sama. Írar voru þó fyrstir til og komu á banni 2004. Rökin: Vernda almenning og starfsmenn fyrir heilsutjóni og hugsanlega að lækka kostnað heilbrigðiskerfisins. Englendingar verða eitthvað seinni til eða næsta sumar.
Ég hef svosem ekki gert mikið af því að fara á pub hér ytra en þar er yfirleitt mikið um reykingar. Á því eru þó gleðilegar undantekningar þar sem á sumum þeirra eru reykingar kyrfilega aðskildar frá hinum reyklausu. Það er þetta með að mega gera hvað sem er svo lengi sem það kemur sér ekki illa fyrir aðra.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2006 | 19:07
Biðtími og haust
Tölvan sem við erum með hér í Cardiff er komin á tíma. Hún er orðin rúmlega fjögurra ára og þolir illa orðið að nema eitt kerfi sé opið í einu, missi maður einbeitinguna og opni annað forrit þá tekur við biðtími. Það vill til að maður er ekki á háu tímakaupi þessa dagana. Nú er enda búið að panta nýja vél hjá Dell Inc. Í því er líka falinn stórgróði, því fartölvur hér eru um helmingi ódýrari en heima, skil reyndar ekki af hverju en svona er þetta nú. Og það er ekki hægt að rekja þennan mun til mismunandi ábyrgðar eða sérlega hagstæðs gengis hér ytra, sú tíð er liðin.
En annars gengur lífið sinn vanagang. Haustið er milt og gott, kaldara á nóttunni en á daginn fer hitinn í 20 stig. Lítið um haustliti á gróðri ennþá, meira að segja rósir enn að blómstra. Ferðalög af okkar hálfu hafa að mestu lagst af og óvíst hversu mikið verður um slíkt fram að heimför. Við erum reyndar á höttunum eftir miðum á heimaleik hjá mínu liði á nýjum Emirates Stadium. Vaknaði allt í einu upp við vondan draum að það er ekki hægt að fara heim án þess að skella sér á leik. Svo á maður líka eftir að fara á heimaleik með Cardiff, aldrei að vita nema þeir sigli upp í Úrvalsdeildina að ári.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2006 | 16:17
Grænir háskólar og "grænar" gallabuxur
Rakst á þessa grein á Seattle Post-Intelligencer um hvernig University of Washington hefur mjakast í átt til meiri sjálfbærni. Í háskólaþorpinu er notuð jarðgerð á matarafgöngum til að útvega mold á blómabeðin, starfsfólk ekur um á "hybrid" bílum, matur í mötuneytum er framleiddur "locally" og boðið upp á lífrænt vottaðan mat, eingöngu er notuð vindorka eða orka frá vatnsorkuvirkjunum og mikið lagt upp úr endurvinnslu á sorpi. Auðvitað á að nýta háskóla meira og það hugvit sem þar er til að þróa sjálfbær samfélög, hugmyndafluginu eru engin takmörk sett og fjölmargir hausar að verki.
Svo er Levi Strauss koma með nýja línu af gallabuxum, "eco"gallabuxur, unnar úr lífrænt vottaðri bómull, lituðum á náttúrulegan hátt og merkimiðinn er jafnvel úr endurunnu efni og soyablek notað til merkinga. Og hvað kostar svo línan? 250 dollara stykkið eða 17 þús kall. Enda er markhópurinn s.k. "upscale shoppers". Stykkið myndi kosta milli 30 og 40 þús. á Íslandi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2006 | 13:22
Hjálmur eða ekki hjálmur?
Þetta eru alvarleg tíðindi. Mér þykir reyndar á stundum nóg um nálægð við bíla hér í Cardiff, skekkti reyndar einn spegil í gær en á kyrrstæðum bíl.
Annars er fínt að hjóla hérna í vinstri umferðinni, þó lítið sé um velgjörning við hjólreiðamenn.
Ökumenn taka minna tillit til hjólreiðamanna með hjálm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2006 | 09:54
Hjólreiðar, göngur og réttir
Alveg ljóst að hjólreiðar jafnast ekki á við göngur og réttir. Var að sannreyna það í morgun, hjólaði yfir að á og niður með henni spölkorn. Fátt um fénað annað en ættbókarfærðir hundar. Vel gróið með ánni en ekki kind að sjá. Þá er betra að vera ríðandi með pela í vasanum, hóa og hrópa í góðra manna hópi. Eini gallinn við göngur eins og ég þekki þær er gangan og sumar kindur, annars eru þær fullkomnar. Nú verð ég að fara í göngur að ári, er búinn að missa úr tvö ár í röð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar