Færsluflokkur: Vísindi og fræði
22.4.2007 | 00:09
Dear Elsa, hættu núna!
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2006 | 14:41
Skítugasta og hreinasta tylftin - "The Dirty Dozen"
Hér kemur pistillinn sem allir ávaxta- og grænmetisneytendur þurfa að lesa.
Í rannsókn á vegum Environmental Working Group í Bandaríkjunum voru skoðuð eiturefni, skordýraeitur, sveppaeitur og illgresiseitur, í 43.000 sýnum af mismunandi tegundum af grænmeti og ávöxtum. Tegundunum var síðan raðað eftir því hversu mengaðar þær reyndust.
Hér er listinn yfir tólf verstu tegundirnar, byrjað á verstu:
- ferskjur
- epli
- paprika
- sellerý
- nektarínur
- jarðarber
- kirsuber
- perur
- vínber
- spínat
- salat
- kartöflur
Svo er listinn yfir þær tólf hreinustu, byrjað á hreinustu:
- laukur
- lárpera (avocado)
- maís (frosinn)
- ananas
- mangó
- aspas
- grænar baunir (frosnar)
- kíví
- bananar
- hvítkál
- spergilkál
- papaya
Með því að velja matvæli af neðri listanum má minnka snertingu við eiturefni um allt að 90%. Ef hins vegar er valið af efri listanum þá má reikna með að maður komist í snertingu við 15 eiturefni á dag.
Þetta er líka vísbending um hvaða tegundir maður ætti að reyna að kaupa lífrænt vottaðar því það er jú ansi dýrt að kaupa allt grænmeti og ávexti lífrænt vottað. Auk þess er mikið af lífrænu vörunni flutt langt að og hefur því lagt að baki margar matarmílur (food miles) og hefur misst mikið af sínu næringargildi vegna aldurs.
Af hverju að hafa áhyggjur af eiturefnunum? T.d. af því að 60% illgresiseyða, 90% sveppaeiturs og 30% skordýraeiturs er krabbameinsvaldandi. Þau geta haft slæm áhrif á heilsu, taugaeitursáhrif, trufla kirtlastarfsemi og veikja ónæmiskerfið. Svo hafa þau jafnvel slæm áhrif á frjósemi karla og geta hugsanlega valdið fósturláti í konum. En þetta er nú óþarfa smámunasemi.
28.11.2006 | 11:32
Orku/olíufyrirtækin að skipta um lið?
Fréttir utan úr heimi herma að stóru orkufyrirtækin eins og Shell og Exxon séu að kyngja loftslagspakkanum, hætti að styrkja efasemdarhópana og beini fjármagni þess í stað að rannsóknum á mótvægisaðgerðum. "Það þýðir ekki að deila við 98% vísindamanna." segir talsmaður Shell í grein í Washington Post. Þessi skyndilega umpólun hjá fyrirtækjunum á einkum rætur að rekja til tvenns. Þau fyrirtæki sem starfa í Bandaríkjunum kalla eftir samræmdri alríkislöggjöf en löggjöf í dag er orðin mjög mismunandi eftir ríkjum innan BNA, "það er ekki hægt að vinna eftir 50 mismunandi stefnum". Og, úrslit þingkosninganna í Bandaríkjunum gera það mikilvægara fyrir þessi fyrirtæki að kaupa sér grænni ímynd hjá hinum nýja meirihluta demókrata, sem þykjast ætla að beita sér í loftslagsmálunum ólíkt repúblikönum. Það vill ekkert fyrirtæki reka lestina í því að koma fyrir þingnefnd og biðja um sinn hluta af nýbakaðri köku, hver sem uppskriftin verður að henni.
Það eru fleiri að hugsa sér til hreyfings en orkufyrirtækin. Fiðrildi sem annars hafa haldið sig í Suður Evrópu hópast til Finnlands og rekstraraðilar skíðasvæða sækja um land ofar í fjöllunum. Ísbirnir við Hudsonflóa horast og þeim fækkar. Orkufyrirtæki sem reka vatnsorkuvirkjanir sjá fram á ný vandamál, sjór bráðnar fyrr, það rignir meira á veturna, minna rennsli er í ám yfir sumarið og skortur á rafmagni í þurrum heitum sumrum. Líka í Washington Post.
Almennt hafa margar plöntu- og dýrategundir auk samfélaga manna hafa orðið fyrir talsverðum áhrifum af breyttu loftslagi, sem þýðir að úrlausnarkostnaðurinn, sem Nicholas Stern og fleiri reiknuðu út, er byrjaður að safnast upp.
Nú er fyrir dómi í Bandaríkjunum mál nokkurra ríkja gegn EPA (Umhverfisstofnun BNA) þar sem þau vilja skilgreina koldíoxíð sem mengunarefni. Þannig fellur það undir s.k. Clean Air Act (Andrúmsloftslögin) og verður alríkismálefni. Það þýðir að setja þarf alríkislög um efnið. Hefði þótt fáránlegt fyrir nokkrum árum þar sem koldíoxíð er vægast sagt algengt í miklu magni og nauðsynlegt lífi á jörðinni.
23.11.2006 | 17:11
Eplið, eftir tvo mánuði á eldhúsborðinu
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2006 | 16:00
Þróunarverkefni á sviði jarðvegsverndar!
Íslendingar í þróunarverkefni á sviði jarðvegsbóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2006 | 12:33
Karlar, varist heitu sætin
5.9.2006 | 08:30
Ekki skola?
Ég hef burstað tennur í á fjórða tug ára. Fyrir löngu hefur verið sýnt fram á gildi flúors í tannvörslu. Af hverju í ósköpunum hef ég aldrei áður heyrt það frá tannlækninum mínum eða opinberum heilsuverndaraðilum að það eigi ekki að skola eftir tannburstun? Ég er að kenna dætrum mínum að það eigi ekki að skola en á í mesta basli við að venja sjálfan mig af því, hef þó verið að reyna í nokkra mánuði.
Mér finnst þetta lýsa vestrænum heilbrigðiskerfum mjög vel. Nánast öll áhersla er á lækningar og lækna en lítil á hinn daglega heilsuverndarþátt almennings. Þetta gildir líka um mataræði. Málflutningur hefur aðallega verið til þess fallinn að rugla okkur í ríminu svo við vitum ekki í hvorn fótinn á að stíga varðandi val á mat.
Svo kemur þessi stórkostlega frétt af ráðstefnu í Sydney þar sem "sérfræðingar" telja að það séu skýr tengsl milli markaðssetningar á orkuríkum en næringarsnauðri fæðu þ.e. sætindum, og offitu barna. Maður veit ekki hvort á að gráta eða hlæja.
29.8.2006 | 10:16
Dálítið umhverfisblogg
Í fyrsta lagi þá bendir allt til þess að vorið sé að meðaltali sew til átta dögum fyrr á ferðinni í Evrópu en fyrir 30 árum síðan, sé eitthvað að marka þessa rannsókn. Það getur verið að okkur þyki þetta ágætt en það getur þýtt að hinar ýmsu fæðukeðjur raskast. T.d. að farfuglar komi of seint í matinn, missi einfaldlega af skordýrasteikinni eða salatskálinni. Áhrifin eru einna mest í löndum eins og Spáni, minni á Bretlandi og ekki fer sögum af Íslandi. En er nokkur munur orðinn á árstíðum þar?
Í öðru lagi þá er áætlað að súrt regn hafi fallið á u.þ.b. þriðjung alls lands í Kína. Þar hefur mengun með s.k. brennisteinsdíoxíði aukist um fjórðung á fimm árum. Annarsstaðar í heiminum hefur mengun af þessu tagi dregist mikið saman. Og loforð Kínverja um heiðan himinn á Ólympíuleikunum 2008 gæti orðið erfitt fyrir þá að uppfylla.
Svo er það reynslusaga konunnar í Normal, Illinois, sem reyndi að vera bíllaus í heilan mánuð. Það segir sína sögu um almenningssamgöngur í Bandaríkjunum, landi "minivana". Kostaði gríðarlega vinnu og álag fyrir konu með tvö börn. Kannast einhver við þetta á Íslandi?
26.8.2006 | 10:41
Tími kóngulónna
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2006 | 09:52
Kjúklingur er góður en erum við góð við kjúkling?
Það er talsvert rætt um velferð dýra hér í Bretlandi, umræða sem maður verður ekki mikið var við á Íslandi. T.d. fjallar Daily Mail um þjáningar kjúklinga sem alast upp á verksmiðjubúum. Vaxtarhraði þeirra er tvöfaldur á við það sem hann var fyrir 30 árum síðan, tvö kíló á 38 dögum. Afleiðingarnar, vansköpun fóta á rúmum fjórðungi hinna 800 milljón kjúklinga sem lenda á borðum hér í Bretlandi ár hvert. Fleiri atriði eins og mikill þéttleiki á fuglunum, yfir 20 þús. stk. saman í húsi, stöðugt ljós og sýklalyf í fóðri, eru ekki til að auka á trúverðugleika þessa iðnaðar. Því það er varla hægt að kalla kjúklingaeldi landbúnað.
OK. Hvað gerir maður þá? Kaupa ekki kjúkling? Framboð á kjúklingi er mikið en það er ekki mikið framboð af kjúklingi sem hefur haft það gott á sinni stuttu ævi. Það er t.d. ekki til "Free Range" kjúklingur eða Hamingjusamur kjúklingur í búðum hér í Cardiff en reyndar lífrænt vottaður. Spurningin er hins vegar sú, af hverju er þetta svona, hver leyfir framleiðslu á matvælum við þessar aðstæður? Neytendur geta valið með buddunni en þeir þurfa líka að geta treyst þeim viðmiðunum um framleiðsluhætti sem leyfðir eru, eða.....?
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar